Harpa Hefur verið vettvangur Reykjavíkurskákmótsins síðan 2012.
Harpa Hefur verið vettvangur Reykjavíkurskákmótsins síðan 2012. — Morgunblaðið/Ómar
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alþjóða bridsmótið „Reykjavík- bridgefestival 2018“ verður haldið dagana 25.-28. janúar næstkomandi.

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Alþjóða bridsmótið „Reykjavík- bridgefestival 2018“ verður haldið dagana 25.-28. janúar næstkomandi. Þau tímamót verða nú að mótið verður haldið í Hörpu eftir að hafa verið haldið 36 ár samfleytt á Hótel Loftleiðum, nú Hótel Natura. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið hefur verið haldið í Hörpu frá árinu 2012 og og því má segja að Harpa sé orðin heimili tveggja af vinsælustu hugaríþróttum í heimi.

Fram kemur á vef Bridgesambands Íslands að spilað verði í sýn- ingarsalnum Flóa á 1. hæð Hörpu. Það er sama svæði og skákmenn sitja að tafli. Skráning stendur yfir og samkvæmt yfirliti á vefnum gengur hún vel. Fjöldi þekktra spilara, erlendra sem innlendra, hefur skráð sig til leiks. Þátttakendur í mótinu hafa oftast verið á bilinu 350-400 talsins.

Mótið verður sett klukkan 19 fimmtudaginn 25. janúar. Para- keppni verður á fimmtudag og föstudag sen sveitakeppni á laugardag og sunnudag. Mótinu á að ljúka klukkan 17.45 á sunnudeginum.

„Harpa er langbesti staðurinn til að hafa svona viðburði. Útlendingar elska þennan keppnisstað í skákinni og það munu bridsmenn væntanlega gera einnig,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.

Minningarmót um Fischer

GAMMA Reykjavíkurskákmótið fer að þessu sinni fram 6.-14. mars. Mótið núna er jafnframt minningarmót um Bobby Fischer. Í tilefni þess verður frídagur tekin 9. mars, afmælisdag Fischers, og haldið Fischer-random skákmót. Það mót er jafnframt Evrópumót í Fischer-random skák, það fyrsta í sögunni að sögn Gunnars. Hann gerir ráð fyrir að þátttakan verði svipuð í ár og undanfarin ár, einhvers staðar á milli 220-250 keppendur. Stigahæsti skráði keppandinn sem stendur er Pavel Eljanov en hann hefur 2711 Elo-stig.