Rafbílarnir Nissan Leaf (t.v.) og Renault Zoe eru vinsælir í Bretlandi, sem og víðast hvar annars staðar.
Rafbílarnir Nissan Leaf (t.v.) og Renault Zoe eru vinsælir í Bretlandi, sem og víðast hvar annars staðar. — Morgunblaðið/
Rafbílasala jókst um 27% í Bretlandi í fyrra miðað við árið 2016. Alls voru 46.522 rafbílar nýskráðir, bæði hreinir rafbílar og tvinnbílar. Þar með munu nú vera rúmlega 130.000 rafbílar í umferðinni í breska konungdæminu.

Rafbílasala jókst um 27% í Bretlandi í fyrra miðað við árið 2016. Alls voru 46.522 rafbílar nýskráðir, bæði hreinir rafbílar og tvinnbílar.

Þar með munu nú vera rúmlega 130.000 rafbílar í umferðinni í breska konungdæminu.

Í suðvesturhluta landsins var salan hlutfallslega langt umfram landsmeðaltalið. Þannig mældist aukningin 140,3% í suðvesturhlutanum, 69,5% í Skotlandi og 41,3% í London. Aðeins í Suður-Englandi var um samdrátt að ræða frá árinu áður eða 0,5%.

Rafmögnuð stemning í London

Flest rafbílaeintökin seldust í London, eða 9.274 tengiltvinnbílar sem er veruleg fjölgun frá 2016 er eintökin voru 6.541. Næstflestir bílar seldust í austurhluta landsins, eða 8.685 og 7.987 eintök í Vestur-Miðlöndum.

Sérfræðingar um breska bílamarkaðinn spá áframhaldandi vexti rafbílasölunnar og tala um allt að 60 þúsund eintaka sölu 2018 vegna tilkomu fjölda nýrra módela rafknúinna bíla.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson