Henrik Fisker, stofnandi og framkvæmdastjóri Fisker Inc., kynnir lúxus-rafbílinn, Fisker EMotion, í Las Vegas.
Henrik Fisker, stofnandi og framkvæmdastjóri Fisker Inc., kynnir lúxus-rafbílinn, Fisker EMotion, í Las Vegas.
Meðal bíla sem frumsýndir voru á rafeindatækjasýningunni CES í Las Vegas var Fisker EMotion, en þar er á ferðinni nýr bíll frumkvöðulsins Henrik Fisker. Honum er stefnt gegn betri bílum Tesla og annarra framleiðenda.

Meðal bíla sem frumsýndir voru á rafeindatækjasýningunni CES í Las Vegas var Fisker EMotion, en þar er á ferðinni nýr bíll frumkvöðulsins Henrik Fisker. Honum er stefnt gegn betri bílum Tesla og annarra framleiðenda.

Verðmiðinn á EMotion hljóðar upp á 129.000 dollara en um er að ræða vel búinn rafknúinn lúxusbíl. Rennileg hönnunin minnir á sportbíl og hurðirnar lyftast upp þegar þær eru opnaðar.

Önnur atrennan í bransanum

Með bílnum freistar Henrik Fisker þess að standa aftur upp en fyrri tilraun hans til að gerast stórtækur rafbílasmiður endaði með gjaldþroti árið 2013, eftir framleiðslu og sölu aðeins örfárra þúsunda bíla.

Fisker öðlaðist frægð og frama sem hönnuður hjá BMW og Aston Martin. Hann segir að enn séu um tvö ár í að fyrsta eintökin af EMotion verði afhent kaupendum. „Bíll þessi gefur nýja sýn á framtíð lúxus-stallbaks,“ sagði hann við AFP-fréttastofuna á CES-sýningunni.

Auk EMotion ætlar Fisker að bjóða upp á annan mun billegri rafbíl, eða fyrir um 40.000 dollara, rúmlega fjórar milljónir króna. EMotion verður hálfsjálfekinn og með drægi upp á 650 kílómetra á einni rafhleðslu.

Fisker mun fá harða keppni bæði frá Tesla og hefðbundnum bílsmiðum sem hellt hafa sér af fullum krafti út í þróun og framleiðslu rafbíla af öllum stærðum og gerðum, í samkeppni við frumkvöðlafyrirtæki eins og hans.

Metnaðarfull áform hjá Fisker

Fisker er að þróa eigin rafgeymatækni sem ætlað er að auka á bíldrægi og flýta hleðslutíma svo um munar. Er fyrirtæki hans að þróa rafgeymi sem aðeins ætti að taka eina mínútu að hlaða. Sömuleiðis freistar fyrirtækið þess að smíða hleðslubúnað er eykur drægið um 200 kílómetra á aðeins níu mínútum.

Henrik Fisker er með mörg járn í eldinum því hann hefur einnig hannað sjálfekinn smástrætó að nafni Orbit sem væntanlega verður smíðaður á allra næstu árum.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson