Ver Lóðirnar eru skammt frá járnblendiverksmiðjunni.
Ver Lóðirnar eru skammt frá járnblendiverksmiðjunni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs...

Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Eru lóðirnar tvær um 3.700 fermetrar að stærð.

Barst umsóknin frá einkahlutafélaginu Melónu, sem franskir aðilar standa að baki. Málið er þó allt á byrjunarstigi að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. „Útaf fyrir sig er þetta bara snoturt og allt í góðu lagi hvað varðar staðsetningu og annað,“ segir Gísli í samtali við Morgunblaðið.

Skilyrði hengt á raforku og samning við ríkið

„Þeir hengja skilyrðið á það að þeir fái annars vegar raforku og hins vegar fjárfestingarsamning við ríkið og er það ferli alveg í þeirra höndum. Við erum ekki komin neitt lengra en það í sjálfu sér. Boltinn er hjá þeim.“ Ekki er um formlega úthlutun að ræða og gengur vilyrðið út á það að lóðirnar tvær verði ekki afhentar öðrum aðilum. „Ef þeir geta uppfyllt ákveðin skilyrði, þá getur komið til úthlutunar,“ segir Gísli að lokum. axel@mbl.is