Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi.

Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Til að bregðast við því munu tvö teymi sérfræðinga taka til starfa innan tíðar. Teymin munu fara á milli skóla og vinna með þessum börnum.

Svör í könnun meðal skólastjóra í grunnskólum borgarinnar á því hvaða nemendur sýna ógnandi hegðun, einkum líkamlega, og trufla skólastarf alvarlega leiða í ljós að í þessum hópi eru 130 nemendur, um 1% af þeim 14.000 sem sækja skóla borgarinnar. 18