Kristján Björnsson
Kristján Björnsson
„Ég er mjög ánægður með þetta framtak sem leitt hefur verið af félögum í Félagi prestvígðra kvenna. Þær hafa unnið þetta mjög vel,“ segir sr. Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands.

„Ég er mjög ánægður með þetta framtak sem leitt hefur verið af félögum í Félagi prestvígðra kvenna. Þær hafa unnið þetta mjög vel,“ segir sr. Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands.

Kristján segist vera feginn því að vakningin í kringum #metoo-byltinguna hafi náð inn í kirkjuna.

„Sögurnar eru hins vegar dapurlegur vitnisburður um það hvernig menn hafa farið yfir mörk sem eiga að vera í samskiptum,“ segir hann.

„Þær leggja til og fara fram á aðgerðir og breytt vinnuumhverfi þannig að þær verði öruggari. Það er rétt að taka undir þær kröfur. Við þurfum að hreinsa okkur af svona framkomu. Kirkjan á að vera hundrað prósent öruggur staður.“