Myndatexti 1 lína
Myndatexti 1 lína — Morgunblaðið/G.Rúnar
Ævar segir bílvélar oft brenna töluverðri olíu og geti skemmt vélarnar til lengdar ef olíumagnið í þeim er lítið. „Nýjustu vélarnar kalla á æ þynnri olíur, sem minnka viðnám enn frekar og draga þar með úr eldsneytiseyðslu.

Ævar segir bílvélar oft brenna töluverðri olíu og geti skemmt vélarnar til lengdar ef olíumagnið í þeim er lítið. „Nýjustu vélarnar kalla á æ þynnri olíur, sem minnka viðnám enn frekar og draga þar með úr eldsneytiseyðslu. Vandinn er sá að þynnri olíunum er hættara við að brenna, og oft mælst til þess að eigendur mæli olíumagnið á 1.000 km fresti.“

Að sögn Ævars eru um 5 lítrar af olíu á dæmigerðri vél hverju sinni, en stundum brenni olían svo hratt að bæta verði á einum lítra með þúsund kílómetra millibili. „Það getur verið pirrandi, en skemmir ekki vélina svo fremi að bætt sé á reglulega.“

Vélin getur haldið áfram að ganga jafnvel þó aðeins lítri sé eftir af olíu til að veita smurningu. „En olían þjónar líka þeim tilgangi að kæla vélina og draga hita frá heitustu pörtunum. Ef of lítið er af olíu kælir vélin sig ekki sem skyldi og getur byrjað að skemmast. Ef kemur í ljós við skoðun að lítið er af olíu á vélinni, eða olían er orðin óhrein, þá gæti það verið vísbending um að ekki hafi verið nægilega vel hugsað um vélina.“