Helgi Valur Daníelsson
Helgi Valur Daníelsson
Helgi Valur Daníelsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur tekið fram skóna á ný eftir tæplega þriggja ára hlé og mun leika með nýliðum Fylkis í Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili.
Helgi Valur Daníelsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur tekið fram skóna á ný eftir tæplega þriggja ára hlé og mun leika með nýliðum Fylkis í Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili. Helgi er 36 ára gamall og lék 33 A-landsleiki á árunum 2001 til 2014 en einnig 38 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann spilaði á víxl með Fylki og enska C-deildarliðinu Peterborough til 2005 en lék síðan sem atvinnumaður í tíu ár samfleytt með Öster, Elfsborg og AIK í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi, Beleneneses í Portúgal og loks eitt tímabil með AGF frá Árósum í dönsku B-deildinni en hætti að því loknu vorið 2015. Helgi hefur verið búsettur í Portúgal og starfað þar frá þeim tíma. Hann er væntanlegur til Íslands í tíu daga í febrúar en kemur síðan til liðs við Fylki í æfingaferð í apríl. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta mun ganga en ég mun núna koma mér í gott form. Ég veit ekki hvort ég get spilað alla leiki en þetta verður bara gaman og spennandi,“ sagði Helgi Valur en viðtalið í heild er á mbl.is/sport.