Mercedes C-Class er vinsælasti bíllinn úr ranni þýska bílasmiðsins í fyrra. Sér í lagi gekk hann vel í Kínverja.
Mercedes C-Class er vinsælasti bíllinn úr ranni þýska bílasmiðsins í fyrra. Sér í lagi gekk hann vel í Kínverja. — Morgunblaðið/
Mercedes-Benz getur státað af því að teljast stærsti lúxusbílasmiður heims. Lagði hann helstu keppinauta sína um það hnoss, Audi og BMW, að velli árið 2017. Mercedes seldi 2.289.344 bíla á árinu sem er 9,9% aukning frá 2016.

Mercedes-Benz getur státað af því að teljast stærsti lúxusbílasmiður heims. Lagði hann helstu keppinauta sína um það hnoss, Audi og BMW, að velli árið 2017.

Mercedes seldi 2.289.344 bíla á árinu sem er 9,9% aukning frá 2016. Mestu skiptar um aukninguna öflug eftirspurn á lykilmörkuðum, í Kína, Þýskalandi og Norður-Ameríku.

Í Evrópu seldi Mercedes 955.301 bíla sem er 6,4% aukning en þar af seldust rúmlega 300 þúsund bílar í Þýskalandi. Mercedes tók einnig fram úr Audi og BMW á úrvalsbílamarkaði í Bretlandi. Jók fyrirtækið söluna um 6,4% frá 2016 og nýtur nú 7,04% hlutdeildar á breska bílamarkaðinum, samanborið við 6,88% hjá Audi og 6,77% hjá BMW.

Rjúkandi sala í Kína

Mestur var uppgangur Mercedes-Benz í Kína þar sem aukningin árið 2017 nam 25,9%. Er Kína stærsti markaður bílsmiðsins sem seldi þar 587.868 bíla í fyrra.

Best hafa selst C-Class og C-Class í langbaksútgáfu, en þeir seldust í alls 415.000 eintökum í fyrra. Eftirspurn var einnig mikil eftir hinum nýja E-Class sem seldur var í 350.000 eintökum um heim allan.

Þess má svo geta að lúxusbíllinn Mercedes-Maybach S-Class, sem kostar um 25 milljónir króna, seldist í um 25.000 eintökum í fyrra, þar af tveir þriðju í Kína. Þá seldi sportbíladeildin Mercedes-AMG alls 131.970 bíla 2017, sem er 33% aukning frá 2016.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson