Til að Ísland komist í milliriðil á EM karla í handknattleik þarf eftirfarandi að gerast í lokaumferðinni í Split í kvöld. *Ísland vinnur eða gerir jafntefli við Serbíu. *Ísland tapar með 1-3 mörkum og Króatía vinnur Svíþjóð.

Til að Ísland komist í milliriðil á EM karla í handknattleik þarf eftirfarandi að gerast í lokaumferðinni í Split í kvöld.

*Ísland vinnur eða gerir jafntefli við Serbíu.

*Ísland tapar með 1-3 mörkum og Króatía vinnur Svíþjóð.

Ísland er hinsvegar úr leik ef eftirfarandi gerist í lokaumferðinni:

*Ísland tapar fyrir Serbíu með fjögurra marka eða meiri mun.

*Ísland tapar fyrir Serbíu með 1-3 mörkum og Svíþjóð nær í stig gegn Króatíu.

Ljóst er að Króatía og Svíþjóð fara áfram í milliriðilinn í Zagreb. Komist íslenska liðið þangað verður það með 2 stig þar sem það tekur með sér innbyrðis úrslitin úr leikjunum við Króata og Svía.

Frakkland er öruggt með sæti í milliriðlinum í Zagreb en Noregur, Hvíta-Rússland og Austurríki berjast í kvöld um tvö sæti þar. Norðmenn geta enn fallið úr keppni, ef þeir tapa fyrir Austurríki og Hvíta-Rússland nær stigi gegn Frökkum. vs@mbl.is