Kári Marísson fæddist 1951. Hann á að baki langan feril í körfuboltanum. Kári lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki árið 1967 með KFR, sem síðar sameinaðist Val. Leikurinn fór fram í Hálogalandi fyrir 51 ári.

Kári Marísson fæddist 1951. Hann á að baki langan feril í körfuboltanum. Kári lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki árið 1967 með KFR, sem síðar sameinaðist Val. Leikurinn fór fram í Hálogalandi fyrir 51 ári. Tveimur árum síðar lék hann sinn fyrsta landsleik og á Kári 35 landsleiki að baki.

Kári lék svo með Njarðvík í þrjú ár. Hann flutti í Skagafjörðinn 1978, fyrir 40 árum, og fór þá að leika með Tindastóli og einnig með Smáranum í Varmahlíð. Hann þjálfaði hjá báðum liðunum, ýmist sem aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari meistaraflokka og yngri flokka. Hann var 55 ára þegar hann kom síðast inn á í leik Tindastóls gegn Njarðvík og er hann líklega aldursforseti leikmanna í meistaradeildinni í körfubolta.