Hvergi í Evrópu nota fleiri fyrirtæki samfélagsmiðla en á Íslandi. Árið 2017 notuðu 79% fyrirtækja á Íslandi samfélagsmiðla en í Evrópu var hlutfallið að meðaltali 47%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Hvergi í Evrópu nota fleiri fyrirtæki samfélagsmiðla en á Íslandi. Árið 2017 notuðu 79% fyrirtækja á Íslandi samfélagsmiðla en í Evrópu var hlutfallið að meðaltali 47%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Um er að ræða fyrirtæki með að lágmarki tíu starfsmenn.

Samfélagsmiðlar voru flokkaðir eftir tegund miðils og á Íslandi voru 77% fyrirtækja með samskiptasíður, 17% með vefsíður til að deila margmiðlunarefni, 16% með bloggsíður/tilkynningasíður og 3% með wikisíður.

Þá voru 82% fyrirtækja á Íslandi með eigin vef, en 63% voru hvort tveggja með eigin vef og á samfélagsmiðlum, skv. upplýsingum Hagstofunnar.