— Morgunblaðið/Eggert
Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G.

Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air.

Vinningana fengu þær í stafarugli, skemmtilegum leik sem er í anda orðasnakksins sem notið hefur mikilla vinsælda á Fésbókinni undanfarið. Leikurinn fór fram í morgunþætti K100, Ísland vaknar, sem er í umsjón Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar Sifjar.

Jón Axel og Kristín Sif festu orðin sem notuð voru í leiknum á höfuð Ásgeirs Páls og til þess að taka þátt í stafaruglinu þurftu hlustendur að fylgjast með beinni sjónvarpsútsendingu úr hljóðveri K100 á rás 9 í sjónvarpi Símans eða á K100.is. ge@mbl.is