Á Vesturöræfum Frá merkingu gæsanna síðasta sumar.
Á Vesturöræfum Frá merkingu gæsanna síðasta sumar. — Ljósmynd/Náttúrustofa Austurlands
Fimm heiðagæsir fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí 2017 og komust allar til vetrarstöðvanna á Bretlandseyjum sl. haust.

Fimm heiðagæsir fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí 2017 og komust allar til vetrarstöðvanna á Bretlandseyjum sl. haust. Allt voru þetta kvenfuglar sem fengu nöfnin Kristín, Rán, Áslaug, Guðrún og Erlín/Elín, að því er segir á vef Náttúrustofu Austurlands.

Ekki var vitað annað en að gæsirnar yndu hag sínum vel í Skotlandi þar til nú í ársbyrjun að þær fréttir bárust að gæsin Áslaug væri öll, en hún varð fyrir því óláni að fljúga á raflínu í Skotlandi. Senditækið slapp við skemmdir og verður notað á aðra gæs á Vesturöræfum sumarið 2018.

Hægt að fylgjast með ferðum gæsanna

Það var í lok júlí sl. sem náttúru- stofan í samvinnu við Verkís og WWT (Wildfowl and Wet-land Trust) setti GPS-senditæki á fimm heiðagæsir í sárum á Vesturöræfum. Megintilgangurinn var að skrásetja ferðir og landnýtingu gæsanna með nákvæmari hætti en áður hefur verið gert.

Hægt er að fylgjast með ferðum gæsanna á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands, na.is aij@mbl.is