Opinn fundur verður í Veröld – Húsi Vigdísar, á mánudag í tilefni þess að 55 ár eru liðin frá undirritun Élysée-sáttmálans en hann er oft talinn undirstaða stöðugleika í Evrópu.

Opinn fundur verður í Veröld – Húsi Vigdísar, á mánudag í tilefni þess að 55 ár eru liðin frá undirritun Élysée-sáttmálans en hann er oft talinn undirstaða stöðugleika í Evrópu. Sáttmálinn lagði grunninn að samskiptum Þýskalands og Frakklands eftir seinni heimstyrjöldina og fjallar um samstarf ríkjanna á sviði utanríkis-, varnar- og menntamála.

Á fundinum, sem haldinn er á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, í samstarfi við franska og þýska sendiráðið, munu sendiherrar Þýskalands, Herbert Beck, og Graham Paul, sendiherra Frakklands, ræða einstætt samstarf Frakka og Þjóðverja og drifkraft þeirra í uppbyggingu Evrópu.

Fundurinn hefst kl. 12 á mánudag í Veröld, stofu 008. Rektor Háskóla Íslands stýrir fundi, sem fram fer á ensku.