Víóluleikari Ásdís Valdimarsdóttir.
Víóluleikari Ásdís Valdimarsdóttir. — Morgunblaðið/Golli
Víóluleikarinn Ásdís Valdimarsdóttir og píanóleikarinn Marcel Worms flytja metnaðarfulla efnisskrá með verkum fyrir víólu og píanó eftir ofsótt tónskáld 20. aldarinnar í Salnum í Kópavogi kl. 16-18 í dag, laugardag 20. janúar.

Víóluleikarinn Ásdís Valdimarsdóttir og píanóleikarinn Marcel Worms flytja metnaðarfulla efnisskrá með verkum fyrir víólu og píanó eftir ofsótt tónskáld 20. aldarinnar í Salnum í Kópavogi kl. 16-18 í dag, laugardag 20. janúar. Tónleikarnir eru í Tíbrá tónleikaröðinni og er yfirskrift þeirra Sálin meðal strengjanna – víólan.

Flest hafa ekki áður verið flutt á Íslandi, en þau eru eftir tónskáld sem voru gyðingar og þurftu að flýja heimaslóðir sínar og/eða voru ofsóttir. Eru þetta verk eftir tónskáldin Mieczyslaw Weinberg, Felix Mendelssohn, Dmitri Shostakovich og Dick Kattenburg.