Arnar Þór Sævarsson
Arnar Þór Sævarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið til sín tvo aðstoðarmenn í velferðarráðuneytið, Sóleyju Ragnarsdóttur og Arnar Þór Sævarsson.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið til sín tvo aðstoðarmenn í velferðarráðuneytið, Sóleyju Ragnarsdóttur og Arnar Þór Sævarsson.

Sóley útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og lauk réttindum til að starfa sem héraðsdómslögmaður vorið 2012. Undanfarin sjö ár hefur Sóley starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu. Áður vann hún m.a. hjá Útlendingastofnun.

Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006-2007.

Arnar Þór mun á næstunni sinna afmörkuðum verkefnum fyrir ráðherra samhliða störfum sveitarstjóra en kemur að fullu til starfa í velferðarráðuneytinu í vor.