Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 10. janúar 2018 var eignarhaldsfélagið 17. júní tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu er heimilisfang félagsins Hraunbær 62.

Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 10. janúar 2018 var eignarhaldsfélagið 17. júní tekið til gjaldþrotaskipta.

Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu er heimilisfang félagsins Hraunbær 62. Félagið, sem skartar svona þjóðlegu nafni, var stofnað í september 2012.

Samkvæmt tilkynningunni var tilgangur félagsins rekstur bars, veitingasala, svo og kaup, sala og rekstur fasteigna og lausafjár, ásamt lánastarfsemi tengdri rekstrinum, og annar skyldur rekstur.

Á heimasíðu Ríkisskattstjóra er einnig tilkynning um gjaldþrotið. Þar kemur fram að 17. júní ehf. hafi verið skráð í atvinnugreinaflokkinn „krár, kaffihús og dansstaðir o.þ.h.“.

Kröfum í búið skal skila til skiptastjóra sem er Guðjón Ármann Jónsson hrl. Skiptafundur verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl 2018.