Þekkt Hljómsveitin Underworld kemur fram á Sónar Reykjavík í mars.
Þekkt Hljómsveitin Underworld kemur fram á Sónar Reykjavík í mars.
Breska hljómsveitin Underworld mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í ár, laugardaginn 17. mars.

Breska hljómsveitin Underworld mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í ár, laugardaginn 17. mars.

Underworld er ein af þekktari hljómsveitum heims á sviði danstónlistar og á fáa sína líka þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum, eins og segir í tilkynningu. Hljómsveitin hélt tónleika í Laugardalshöll árið 1994, á eftir Debut-tónleikum Bjarkar og hefur leikið víða og var m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikanna í London árið 2012.

Underworld hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötur sínar og á að baki margan smellinn.

Sónar Reykjavík fer fram 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika yfir 50 hljómsveita og listamanna.