Bréf Icelandair Group hækkuðu um 2,8% í viðskiptum gærdagsins og nam velta með bréf félagsins tæpum 580 milljónum króna. Mest var veltan í viðskiptum dagsins með bréf Marel eða 635 milljónir króna en í þeim lækkaði félagið um tæp 0,9%.

Bréf Icelandair Group hækkuðu um 2,8% í viðskiptum gærdagsins og nam velta með bréf félagsins tæpum 580 milljónum króna.

Mest var veltan í viðskiptum dagsins með bréf Marel eða 635 milljónir króna en í þeim lækkaði félagið um tæp 0,9%.

Bréf Símans hækkuðu um 0,7% í ríflega 227 milljóna króna viðskipum. Þá hækkuðu bréf Haga um 1,26% í ríflega 196 milljóna viðskiptum. N1 lækkaði mest allra félaga í Kauphöll í gær og nam lækkunin frá fyrri degi 1,2% í ríflega 96 milljóna viðskiptum.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar færðist lítið úr stað í viðskiptum gærdagsins en frá áramótum hefur hún hækkað um 7,32%. Heildarvísitalan hefur hækkað ögn minna eða um 6,34%.