Landslag Eitt verka Kristínar Sigurðardóttur á sýningunni í Ljósmyndasafninu.
Landslag Eitt verka Kristínar Sigurðardóttur á sýningunni í Ljósmyndasafninu. — Ljósmynd/Kristín Sigurðardóttir
Þessi eyja jörðin er yfirskrift samsýningar sem verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíku á 6. hæð Grófarhússins, Tryggvagötu 16, kl. 15 í dag, laugardag.
Þessi eyja jörðin er yfirskrift samsýningar sem verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíku á 6. hæð Grófarhússins, Tryggvagötu 16, kl. 15 í dag, laugardag. Á sýningunni beina fimm ljósmyndarar búsettir á Íslandi – þau Stuart Richardson, Kristín Sigurðardóttir, Claudia Hausfeld, Pétur Thomsen og Hallgerður Hallgrímsdóttir – sjónum að náttúrunni en sýningarstjóri er Katrín Elvarsdóttir.

Hér birtist ný sýn á landslagsljósmyndun en verkin eru prófsteinar á veruleikaskynjun okkar þegar kemur að myndheimi náttúru og landslags. Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands.