Þrengsli Breytingar hafa átt sér stað í umferðarmenningu landans og hjólreiðar hafa aukist. Hjólreiðar fá nýjan kafla í endurskoðun umferðarlaga.
Þrengsli Breytingar hafa átt sér stað í umferðarmenningu landans og hjólreiðar hafa aukist. Hjólreiðar fá nýjan kafla í endurskoðun umferðarlaga. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Heildarendurskoðun umferðarlaga er nú í undirbúningi í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Frestur til þess að koma með ábendingar og umsóknir rennur út 2. febrúar.

Heildarendurskoðun umferðarlaga er nú í undirbúningi í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Frestur til þess að koma með ábendingar og umsóknir rennur út 2. febrúar.

Gildandi umferðarlög taka ekki tillit til breyttra samgönguhátta og umferðarmenningar sem orðið hafa á undanförnum árum.

Árið 2007 skipaði samgönguráðherra nefnd til þess að endurskoða umferðarlög og var frumvarp lagt fram á Alþingi veturinn 2012 til 2013 en það frumvarp fékkst ekki afgreitt. Frumvarpið var sent öllum hagsmunaaðilum til umfjöllunar sumarið 2017. Víðtækt samráð verður áfram haft við hagsmunaaðila og umsagna þeirra leitað.

Nýr kafli um hjólreiðar

Meðal þess sem tekið verður fyrir í nýrri endurskoðun er nýr kafli um hjólreiðar. Lækkun á leyfilegu magni áfengis í blóði ökumanna. Endurbætt ákvæði um snjalltæki og ljósaskylda skýrð.

Einnig er fyrirhugað að sett verði í ný lög ákvæði um samspil ólíkra samgöngumáta, samspil og uppbygging laga um framúrakstur verður einfölduð og ákvæði um neyðarakstur gerð ítarlegri. Endurskoðuð verða ákvæði um akstur í hringtorgum. Í heildarendurskoðuninni verður nýjum skilgreiningum bætt við, svo sem ákvæði um að ökutækjatryggingar verði í sérstökum lögum, einnig að sektarfjárhæðir hækki úr 300.000 kr. í 500.000 kr. Samhliða þessu yrðu reglugerðir um sektir og önnur viðurlög vegna umferðarlagabrota uppfærð.

Hægt er að koma ábendingum og umsögnum á netfang samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, postur@srn.is. ge@mbl.is