Sumar Helmingur bústaða er á Suðurlandi en fjórðungur á Vesturlandi.
Sumar Helmingur bústaða er á Suðurlandi en fjórðungur á Vesturlandi. — Morgunblaðið/Ómar
Sala sumarhúsa hefur aukist nokkuð jafnt og þétt síðasta áratuginn eftir mikla lægð sem markaðurinn lenti í árið 2008. Fyrir þann tíma var töluverð velta á markaði með dýrari sumarbústaði en sú eftirspurn hefur ekki náð sér á strik með sama hætti síðan.

Sala sumarhúsa hefur aukist nokkuð jafnt og þétt síðasta áratuginn eftir mikla lægð sem markaðurinn lenti í árið 2008. Fyrir þann tíma var töluverð velta á markaði með dýrari sumarbústaði en sú eftirspurn hefur ekki náð sér á strik með sama hætti síðan. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Landsbankans.

Bent er á að um helmingur allra íslenskra sumarhúsa sé á Suðurlandi. Á landinu öllu eru ríflega 13 þúsund bústaðir og hafði þeim árið 2016 fjölgað um 74% frá 1997.

Samkvæmt tölum Landsbankans hefur verð á sumarbústöðum hækkað í takti við aukna eftirspurn. Það eigi hins vegar einkum við um mjög vinsæl svæði, nærri höfuðborgarsvæðinu. Mest hækkaði markaðurinn með sumarbústaði á Suðurlandi í fyrra eða um 16%. Á sama tíma hækkaði markaðurinn aðeins um 1% á Vesturlandi, sem þó er næsteftirsóttasta svæðið á þessum markaði.

Bendir Landsbankinn á að eigið fé kaupenda virðist nú meira í viðskiptum með sumarbústaði en áður var og að því séu lántökur í þessum viðskiptum hlutfallslega minni en þær voru á árum áður.