— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðalangar á Lækjartorgi á leið í strætó nýta tímann vel í biðskýli á meðan beðið er eftir rétta vagninum. Það er betra að vera vel klæddur í norðangjólunni og upplagt að nota tímann til þess að tala í síma, lesa bók eða njóta þess sem fyrir augu ber.

Ferðalangar á Lækjartorgi á leið í strætó nýta tímann vel í biðskýli á meðan beðið er eftir rétta vagninum.

Það er betra að vera vel klæddur í norðangjólunni og upplagt að nota tímann til þess að tala í síma, lesa bók eða njóta þess sem fyrir augu ber.

Í fjarska má glitta í fannhvíta Esjuna og nýbyggingar blasa við. Á sama tíma hvetur veggspjald úr herferð Krafts, félags ungs fólks með krabbamein, vegfarendur til þess að hugsa um það sem virkilega skiptir máli.

Búast má við áframhaldandi frosti um allt land í dag og hægviðri um mestan part landsins.