Ragna Sigurðardóttir
Ragna Sigurðardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Stigið niður af stöplinum – höggmyndalist í almenningsrými“ er yfirskrift málþings sem haldið verður í Listasafni Einars Jónssonar í dag, laugardag, kl. 14 til 16. Frummælendur á málþinginu eru þau Kristinn E.

„Stigið niður af stöplinum – höggmyndalist í almenningsrými“ er yfirskrift málþings sem haldið verður í Listasafni Einars Jónssonar í dag, laugardag, kl. 14 til 16. Frummælendur á málþinginu eru þau Kristinn E. Hrafnsson, Ólöf Nordal og Ragna Sigurðardóttir.

Umræðuefnið er höggmyndalist í almenningsrými Reykjavíkurborgar en verk Einars Jónssonar voru meðal fyrstu listaverka sem sett voru upp opinberlega í Reykjavík og víðar á landinu. Á tæpri einni og hálfri öld hafa listaverk í almenningsrými tekið stakkaskiptum. Myndastyttur á stöplum hafa vikið fyrir verkum sem bjóða upp á virka þátttöku áhorfenda auk þess sem þeim hefur fjölgað mikið.

Ragna Sigurðardóttir, rithöfundur og listgagnrýnandi, hefur skoðað og skrifað um list í opinberu rými. Hún segir frá nokkrum listaverkum í Reykjavík, skoðar tilurð þeirra, listrænt umhverfi og viðbrögð fólks við verkunum.

Myndlistamennirnir Kristinn E. Hrafnsson og Ólöf Nordal eiga bæði að baki langan og farsælan feril í höggmyndalist. Verk eftir þau má finna víða, bæði utan- og innandyra. Þau fjalla um nokkur verka sinna og reynsluna af uppsetningu þeirra og vinnu við þau.

Á eftir hverju erindi verða spurningar úr sal. Að loknu málþingi verða léttar veitingar í boði. Aðgangur er ókeypis.