Eurovision Heimilistónar komust í undankeppni Söngvakeppni 2018 með lagið Kúst og fæjó. Sigurvegari keppninnar fer með lagið í Eurovision 2018.
Eurovision Heimilistónar komust í undankeppni Söngvakeppni 2018 með lagið Kúst og fæjó. Sigurvegari keppninnar fer með lagið í Eurovision 2018.
Það ræðst 3. mars hvaða lag fer fyrir hönd Íslands í Eurovision-söngkeppnina þegar úrslitakvöld Söngvakeppni 2018 verður haldið í Laugardalshöll að viðstaddri erlendri Eurovision-stjörnu.

Það ræðst 3. mars hvaða lag fer fyrir hönd Íslands í Eurovision-söngkeppnina þegar úrslitakvöld Söngvakeppni 2018 verður haldið í Laugardalshöll að viðstaddri erlendri Eurovision-stjörnu.

Rúmlega 200 lög bárust í Söngvakeppnina 2018 og hefur dómnefnd valið 12 lög sem keppa til úrslita.

Lögin 12 eru flutt bæði á íslensku og ensku á songvakeppni.is. Lögin hafa líka verið gefin út á spotify.com, tonlist.is og youtube.

Flytjendur laganna í ár verða: Aron Hannes, Áttan, Sonja Valdín og Egill Ploder, Ari Ólafsson, Fókus-hópurinn, Dagur Sigurðarson, Stefanía Svavars, Agnes Marinósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir, Þórunn Antonía, Guðmundur Þórarinsson, Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét Kristjánsdóttir, Tómas Helgi Wehmeier og Sólborg Guðbrandsdóttir, Rakel Pálsdóttir og hljómsveitin Heimilistónar.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er kynnir keppninnnar.

Undanúrslit fara fram í Háskólabíói 10. og 17. febrúar. Almenningi gefst færi á að kaupa miða á undanúrslit og úrslitin og hefst miðasala 25. janúar á tix.is. ge@mbl.is