Sýningin Þetta vilja börnin sjá! er haldin í 16. sinn á vegum Gerðubergs.
Sýningin Þetta vilja börnin sjá! er haldin í 16. sinn á vegum Gerðubergs.
Hin árlega sýning, Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð kl. 14 á morgun, sunnudaginn 21. janúar, í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi.

Hin árlega sýning, Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð kl. 14 á morgun, sunnudaginn 21. janúar, í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Á sýningunni gefur að líta myndskreytingar 14 íslenskra myndlistarmanna við 17 barnabækur sem komu út 2017, ásamt bókunum sjálfum. Þarfir barna eru sérstaklega hafðar í huga við uppsetningu sýningarinnar.

Sýnendur eru: Áslaug Jónsdóttir Bergrún Íris Sævarsdóttir Brian Pilkington Böðvar Leós Ellisif Malmo Bjarnadóttir Freydís Kristjánsdóttir Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Högni Sigurþórsson Íris Auður Jónsdóttir Kristín Ragna Gunnarsdóttir Logi Jes Kristjánsson Ragnheiður Gestsdóttir Rán Flygenring Sigrún Eldjárn

Þetta er í 16. sinn sem sýningin Þetta vilja börnin sjá! er haldin í á vegum Gerðubergs og vekur hún jafnan verðskuldaða athygli. Sýningin verður í Gerðubergi til 4. mars, en fer þá í ferðalag um landið. Börn úr 3. bekkjum grunnskóla munu heimsækja sýninguna, fá leiðsögn og taka þátt í skemmtilegum leikjum.

Sýningar í Gerðubergi eru opnar virka daga kl. 8-18 og um helgar kl. 13-16.