20. janúar 1957 Samtök íþróttamanna kusu Vilhjálm Einarsson „íþróttamann ársins 1956“. Hann hafði unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum haustið áður.

20. janúar 1957

Samtök íþróttamanna kusu Vilhjálm Einarsson „íþróttamann ársins 1956“. Hann hafði unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum haustið áður. Þetta var í fyrsta sinn sem kjörið fór fram, en Vilhjálmur hlaut titilinn alls fimm sinnum.

20. janúar 1998

Vindhraði á Skálafelli við Esju var 225 kílómetrar á klukkustund, sem er mesti tíu mínútna meðalvindhraði sem hér hefur mælst (samsvarar 17-18 vindstigum eða 62,5 metrum á sekúndu).

20. janúar 2009

Við setningu Alþingis mótmæltu á annað þúsund manns ríkisstjórninni. Um þrjátíu voru handteknir. Fólk barði potta og pönnur og er þetta talið upphaf búsáhaldabyltingarinnar. Um kvöldið var tendrað bál á Austurvelli og kveikt í Oslóarjólatrénu. „Mestu mótmæli frá 1949,“ sagði Morgunblaðið.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson