Ólafsvíkurkirkja, Ólafsvíkurprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Vígð 19. nóvember 1967.
Ólafsvíkurkirkja, Ólafsvíkurprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Vígð 19. nóvember 1967. — Morgunblaðið/Sverrir
Orð dagsins: Jesús gekk ofan af fjallinu.
AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn.

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar Helgadóttur og Benjamíns Gísla Einarssonar.

ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Sigurðar Jónssonar sóknarprests, Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Dags Fannars Magnússonar guðfræðinema. Brúður, bænir, söngur, sögur.

ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Prestur er Kjartan Jónsson og meðhjálpari Sigurður Þórisson. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Sigríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir.

BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hefur Sigrún Ósk.

BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Gísli Jónasson sóknarprestur kvaddur. Sr. Magnús Björn Björnsson og Þórey Dögg Jónsdóttir þjóna ásamt messuþjónum. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Sóknarnefnd Breiðholtssóknar býður til veislu eftir messu.

BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Ragnar Bjarni, Hreiðar Örn, Helga Vilborg og Pálmi leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Antoniu Hevesi. Messuþjónar aðstoða. Prestur Pálmi Matthíasson. Kaffi eftir messu.

DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Gunnar Sigurjónsson. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Kammerkór Digraneskirkju. Einsöngur Marteinn Snævarr Sigurðsson. Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu hjá Ólafi og Sigurði. Stund í tali og tónum kl. 16, Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson. Æðruleysismessa kl. 20.

FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Pétur Ragnhildarson og Ásta Guðmundsdóttir taka á móti börnunum í sunnudagaskólann. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir, einsöngur Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Fermingarbörn taka þátt. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Við hvetjum fjölskyldur fermingarbarna til að mæta og vera með börnum sínum í guðsþjónustunni.

Verið öll hjartanlega velkomin.

GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskóli í umsjón Sunnu Kristrúnar Gunnlaugsdóttir djákna.

GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjóna. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. Eftir messuna er fundur með fermingarbörnum úr Kelduskóla, Rimaskóla og Vættaskóla og foreldrum þeirra. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Brúðuleikhús, söngvar, sögur og límmiðar. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Aldís Rut Gísladóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

GRAFARVOGUR – KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

GRENSÁSKIRKJA | Samkirkjuleg guðsþjónusta kl. 11 í tilefni af alþjóðlegri samkirkjulegri bænaviku fyrir einingu kristninnar. Sr. María Ágústsdóttir og sr. Arna Grétarsdóttir, fulltrúar þjóðkirkjunnar í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi þjóna og prédika. Fulltrúar annarra trúfélaga lesa lestra og bænir ásamt messuþjónum. Samskot til HÍB. Organisti Ásta Haraldsdóttir og kirkjukórinn syngur. 9 ára stúlkur úr Suzukitónlistarskólanum leika á fiðlu. Kaffi og meðlæti fyrir og eftir messu. Bænastund kl. 10.15. Daníel og Sóley með sunnudagaskóla kl. 11. Hversdagsmessa fimmtudag kl. 18.

GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur Leifur Ragnar Jónsson, organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagaskóli er í umsjá Sigurðar Óskars og Hákons Darra. Fermingarbörn úr Sæmundarskóla taka þátt í messunni og foreldarar þeirra bjóða upp á veitingar með kaffinu eftir messu. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir og meðhjálpari Guðný Aradóttir. Fermingarbörn úr Sæmundarskóla máta fermingarkyrtlana eftir messuna.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Í messunni verða afhent framlög til Hjálparstarfs kirkjunnar og Kristniboðssambandsins. Bænastund mánud. kl. 12.10. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kórinn Hljómfélagið leiðir messusöng undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttir. Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur Eiríkur Jóhannsson.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11. Ekki er hefðbundin messa á sama tíma. Um samveruna sjá Markús og Heiðbjört.

HRUNAKIRKJA | Dægurlagamessa kl. 20.30. Messuform brotið eilítið upp og kórinn syngur sálma í bland við dægurlög. Stjórnandi Stefán Þorleifsson.

HVALSNESSÓKN | Sólrisumessa í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 14. Hljómsveitin Suðurnesjamenn annast tónlistina. Sólrisukaffi Kvenfélagsins Hvatar í Samkomuhúsinu að messu lokinni í samstarfi við FEBS. Sameiginleg messa fyrir báðar sóknir.

ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Íslensk guðsþjónusta í Västra Frölundakirkju kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn Lisa Fröberg. Altarisganga. Prestur er Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja og almenn samkoma með lofgjörð. Ólafur H. Knútsson prédikar. Heilög kvöldmáltíð. Kaffi og samfélag eftir stundina.

KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Prestur er Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi segir frá starfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra er sérstaklega vænst.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum. Eftir guðsþjónustu verður súpusamfélag í kirkjulundi.

Miðvikudag kl. 12 er kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar, súpa og brauð eftir stundina. Kl. 13 leiðir sr. Toshiki Toma bænastund fyrir innflytjendur og flóttafólk.

Kirkja heyrnarlausra | Messa kl. 14. Táknmálskórinn leiðir söng undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Prestur Kristín Pálsdóttir. Molasopi eftir messu.

KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn hefst á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og undirleik annast Bryndís Baldvinsdóttir. Barnakórinn Graduale Liberi syngur fyrir kirkjugesti undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Starf eldri borgara fer fram alla miðvikudaga kl. 12-15.30.

LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Elísabet Þórðardóttir organisti og Kór Laugarneskirkju. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á eftir.

Fimmtudagur. Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, altarisganga og fyrirbænir. Súpa í safnaðarheimilinu á eftir. Helgistund kl. 14 Félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20 með sr. Davíð Þór og Elísabetu. Helgistund kl. 16 Hásalnum Hátúni 10 með sr. Davíð Þór og Hjalta Jóni.

LÁGAFELLSKIRKJA | Kvöldsöngvar við upphaf þorra er yfirskrift guðsþjónustu kl. 20. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur kvöldsöngva undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar og þjónar fyrir altari.

NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Umsjón sunnudagaskóla Ása Laufey, Katrín, Heba og Ari. Samfélag og kaffisopi eftir messu.

ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Nemendur úr Tónlistarskólanum, biblíusaga, mikill söngur og afmælisbörn.

SALT kristið samfélag | Sameiginlegar samkomur Salts og SÍK alla sunnudaga kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, Hver er ég? Ræðumaður er sr. Ragnar Gunnarsson. Barnastarf. Túlkað á ensku.

SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, kór kirkjunnar syngur, organisti Edit Molnár. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur og leiðtoga úr æskulýðsstarfinu. Súpa í safnaðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu gjaldi.

SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Tómas Guðni Eggertsson. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Prestur Kristinn Ágúst Friðfinnsson.

SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti safnaðarins leikur. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann og félagar í Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

STOKKSEYRARKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Nýjar myndir og spjall við börnin í miðri messu. Kór Stokkseyrarkirkju syngur. Organisti og kórstjóri er Haukur Arnarr Gíslason. Sr. Kristján Björnsson

VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli og messa kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar ásamt félögum úr Kór Vídalínskirkju, Jóhanni Baldvinssyni organista og messuþjónum. Molasopi og djús í messulok.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Guðrún Árný syngur. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Maríu og Bryndísar. Veitingar eftir messu í safnaðarsalnum.

ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Hafdís og Guðmundur sjá um stundina.

(Matt. 8)

(Matt. 8)

Höf.: (Matt. 8)