Danskur sigur Mikkel Hansen sækir að vörn Slóvena í gær.
Danskur sigur Mikkel Hansen sækir að vörn Slóvena í gær. — AFP
Danir höfðu betur gegn Slóvenum, 31:28, í fyrsta leik liðanna í milliriðli 2 á Evrópumóti karla í handbolta í Króatíu. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann og staðan í hálfleik 16:14.

Danir höfðu betur gegn Slóvenum, 31:28, í fyrsta leik liðanna í milliriðli 2 á Evrópumóti karla í handbolta í Króatíu. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann og staðan í hálfleik 16:14. Slóvenar minnkuðu muninn í 26:25 nokkrum mínútum fyrir leikslok en Danir skoruðu fimm af síðustu átta mörkum leiksins og tryggðu sér góðan sigur og toppsætið í riðlinum í leiðinni, í bili hið minnsta. Lasse Svan átti glæsilegan leik í vinstra horninu og skoraði 11 mörk og Casper Mortensen gerði sex mörk í hægra horninu. Miha Zarabec skoraði sex mörk fyrir Slóvena sem eru neðstir í riðlinum með aðeins eitt stig.

Þjóðverjar unnu mikilvægan sigur á Tékkum, 22:19, en Tékkar komu á óvart með sigri á Dönum í riðlakeppninni og komust upp úr afar erfiðum riðli þar sem Ungverjar sátu eftir. Þýskaland er nú með 4 stig í milliriðlinum en liðið hefur gert tvö jafntefli. Gegn Slóveníu eins og frægt varð og Makedóníu. Markverðirnir Silvio Heinevetter og Andreas Wolff hjálpuðu Þjóðverjum yfir erfiðustu hjallana að þessu sinni en Steffen Fäth var langmarkahæstur með 8 mörk. Tékkar eru með 2 stig í milliriðlinum.

Í morgun mætast Makedónía og Spánn sem eru með 2 stig og getur annað þeirra því jafnað við Dani og Þjóðverja. sport@mbl.is