Þórir Guðmundsson
Þórir Guðmundsson
Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vodafone sendi frá sér í gær. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A.

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vodafone sendi frá sér í gær. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir hefur undanfarin ár starfað á vegum Rauða krossins, hér heima og erlendis, og gegnir nú síðast starfi forstöðumanns Rauða krossins í Reykjavík. Áður hafði hann starfað sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008.

Í tilkynningunni segir ennfremur að ráðning Þóris sýni metnað Fjarskipta til að reka öfluga fréttastofu með ritstjórnarlegu sjálfstæði.