Sauðfjárbændur, sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings árið 2017, fengu í gær greidda viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um stuðning við sauðfjárbændur.

Sauðfjárbændur, sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings árið 2017, fengu í gær greidda viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um stuðning við sauðfjárbændur.

Um er að ræða annan hluta aðgerða stjórnvalda af tveimur í samræmi við bráðabirgðaákvæði reglugerðar nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt. 150 milljónum króna er varið í verkefnið samkvæmt fjáraukalögum 2017.

Greiðsla til hvers sauðfjárbús sem uppfyllir skilyrði fyrir greiðslu svæðisbundins stuðnings er 402.684 kr. og til bænda í Árneshreppi á Ströndum 503.355 kr. (25% álag), samkvæmt ákvörðun Matvælastofnunar. Alls naut 371 sauðfjárbú þessa stuðnings. mhj@mbl.is