Bókagjöf Guðlaugur Þór Þórðarson afhendir menningarmálaráðherra Svía Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu.
Bókagjöf Guðlaugur Þór Þórðarson afhendir menningarmálaráðherra Svía Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu. — Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og föruneytis til Svíþjóðar lauk í gær. Farið var til Uppsala og háskólinn m.a. heimsóttur.

Opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og föruneytis til Svíþjóðar lauk í gær. Farið var til Uppsala og háskólinn m.a. heimsóttur. Þar afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, að gjöf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag.

Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid, ásamt Karli Gústaf Svíakonungi og Silvíu drottningu, fóru í skoðunarferð um háskólasvæðið í Uppsölum.