Myrkur Astrid Kruse Jensen er einn þekktasti listljósmyndari Dana í dag.
Myrkur Astrid Kruse Jensen er einn þekktasti listljósmyndari Dana í dag. — Ljósmynd/Astrid Kruse Jensen
Minningarbrot og leyndir staðir er heiti sýningar á verkum danska ljósmyndarans Astrid Kruse Jensen sem verður opnuð í Sverrissal Hafnarborgar í dag, laugardag, kl. 15.
Minningarbrot og leyndir staðir er heiti sýningar á verkum danska ljósmyndarans Astrid Kruse Jensen sem verður opnuð í Sverrissal Hafnarborgar í dag, laugardag, kl. 15. Á sýningunni eru verk úr tveimur myndröðum, „Fragments of Rememberence“ og „Hidden Places“. Kruse Jensen heimsótti Ísland fyrir 15 árum og vann hér verk sem hafa borið hróður hennar víða. Í verkunum fæst hún við myrkrið, tómleikann og minnið. Tæknileg framkvæmd bæði myndatöku og framköllunar er lykilatriði í myndsköpuninni. Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands.