Konu hefur verið gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði gagnvart barnsföður sínum, en úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra var staðfestur í Landsrétti í gær.
Konu hefur verið gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði gagnvart barnsföður sínum, en úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra var staðfestur í Landsrétti í gær. „Samkvæmt frásögn brotaþola og texta skilaboðanna einkennast samskiptin af áreitni og svívirðingum í garð brotaþola og unnustu hans og hafi engan annan tilgang en að skerða friðhelgi brotaþola,“ segir í úrskurðinum. Hringdi konan á sex mánaða tímabili 572 sinnum í manninn og sendi honum 1.277 smáskilaboð. Er henni bannað að koma nær heimili mannsins en 100 metra, nálgast hann á dvalarstað hans, elta eða nálgast á öðrum stöðum. Þá má hún ekki setja sig í samband við manninn eða hafa samskipti við hann á annan hátt gegn vilja hans.