Þyrla Landhelgisgæslunnar var í gærkvöldi kölluð til aðstoðar er Ford Econoline-jeppabifreið valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist út úr bílnum og var hann fluttur með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í gærkvöldi kölluð til aðstoðar er Ford Econoline-jeppabifreið valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist út úr bílnum og var hann fluttur með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast í gær og nokkuð var um umferðaróhöpp, en að sögn lögreglu var í flestum tilvikum um minniháttar tjón að ræða. Í tilkynningu frá lögreglu segir að flest slysanna megi rekja til þess að akstur sé ekki miðaður við aðstæður, en þá spili reynsluleysi ökumanna stundum inn í. Í tilkynningunni segir ennfremur að lögreglan hvetji ökumenn til að haga ökuhraða og akstri eftir aðstæðum. alexander@mbl.is