Kjarrá Þórarinn við uppáhaldsána sína, en hinar árnar sem komast á topp þrjú listann yfir íslenskar ár hjá honum eru Selá og Miðfjarðará.
Kjarrá Þórarinn við uppáhaldsána sína, en hinar árnar sem komast á topp þrjú listann yfir íslenskar ár hjá honum eru Selá og Miðfjarðará. — Morgunblaðið/Einar Falur
Við hjónin erum núna í afslöppunarferð í Barcelona,“ segir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir, en hann á 80 ára afmæli í dag. „Ég hef ekki komið hingað um áratugaskeið, eða síðan ég spilaði brids hér í denn.

Við hjónin erum núna í afslöppunarferð í Barcelona,“ segir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir, en hann á 80 ára afmæli í dag. „Ég hef ekki komið hingað um áratugaskeið, eða síðan ég spilaði brids hér í denn. Í dag ætlum við í kirkju, en þó ekki í messu því hún er ekki fullbyggð.“ Þar á Þórarinn að sjálfsögðu við Sagrada Família, kirkju Gaudi, en þau hjónin skoðuðu safn Gaudi um helgina.

Eiginkona Þórarins er Ragnheiður Jónsdóttir danskennari og sér um bókhaldið á tannlækningastofu Þórarins en hann vinnur fulla vinnu ennþá. Börn Þórarins eru Sólveig tannlæknir, Rannveig viðskiptafræðingur og Kristín markaðsfræðingur, og fósturbörn Þórarins og börn Ragnheiðar eru Jón Ragnar Örlygsson skógarverkfræðingur og Björg Örlygsdóttir nemi.

Þórarinn er bæði landskunnur bridsari og laxveiðimaður. Hann var fyrsti íslenski stórmeistarinn í brids og var stigahæstur íslenskra bridsspilara þegar hann hætti að spila keppnisbrids fyrir 30 árum. „Nú spila ég mér til ánægju við vini mína og á netinu og ég er líka farinn að tefla aftur til að halda hausnum við, ekki veitir af. Ég hafði teflt í gamla daga, en steinhætti því þegar ég tók ástfóstri við brids.

Þórarinn hefur veitt um 20.000 laxa á ævinni, sem hann segir vera heimsmet. „Ég held laxveiðinni áfram meðan ég get og hef farið þónokkrum sinnum til útlanda að veiða, m.a. á Kólaskaga, þar sem ég veiddi annan af mínum stærstu löxum, 44 punda. Hinn 44 punda laxinn veiddi ég í Alta í Noregi sem er frægasta laxá í heimi, ætli það hafi ekki verið toppurinn, að veiða þar. Svo má ekki gleyma rjúpnaveiðinni en ég reyni að fara eins marga daga og ég kemst í hana.“