[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mariah Carey hefur verið stefnt upp á þrjár milljónir dollara vegna þess að hún aflýsti tónleikaferð sinni um Suður-Ameríku haustið 2016.

Mariah Carey hefur verið stefnt upp á þrjár milljónir dollara vegna þess að hún aflýsti tónleikaferð sinni um Suður-Ameríku haustið 2016.

Hin 47 ára gamla Carey aflýsti tónleikum í Síle og Argentínu sem varð til þess að sá sem bar ábyrgð á viðburðunum, FEG Entretenimientos S.A., fór fram á skaðabætur fyrir 500 þúsund dollara. Það voru orð Carey á samfélagsmiðlum sem urðu til þess að FEG Entretenimientos fóru fram á ennþá hærri skaðabætur, en söngkonan tísti: „Mér líður hræðilega vegna þess að tónleikunum hefur verið aflýst. Aðdáendur mínir eiga betra skilið en að tónleikahaldarar skemmi fyrir þeim þessa upplifun.“ Þetta tíst gæti kostað Mariah tvær milljónir dollara.