— Morgunblaðið/Júlíus
22. janúar 1962 Sæsíminn milli Íslands og Skotlands um Færeyjar (Scotice) var tekinn í notkun. „Verður nú hægt að tala í síma til Evrópu eins og verið væri að hringja til Hafnarfjarðar,“ sagði Vísir. 22.

22. janúar 1962

Sæsíminn milli Íslands og Skotlands um Færeyjar (Scotice) var tekinn í notkun. „Verður nú hægt að tala í síma til Evrópu eins og verið væri að hringja til Hafnarfjarðar,“ sagði Vísir.

22. janúar 1983

Tvö snjóflóð féllu á hús á Patreksfirði, annað úr fjallinu Brellum, hitt úr Litladal. Fjórir menn létust og á fjórða tug varð heimilislaus. Meira en tuttugu hús skemmdust og fjöldi bifreiða. Hundruð manna unnu að björgunarstörfum.

22. janúar 2009

Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur á Austurvelli kl. 00.27, í fyrsta sinn í fjölda ára. Áður hafði fólk safnast saman við Þjóðleikhúsið og Stjórnarráðið, en þar var grjóti kastað að lögreglunni. Einn lögreglumaður rotaðist.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson