Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason
Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og liðsfélagar hans í spænska körfuboltaliðinu Valencia höfðu betur gegn Fuenlabrada á heimavelli í efstu deild þar í landi í gærkvöld, 88:72. Tryggvi spilaði sex mínútur og skoraði á þeim sex stig og tók fjögur fráköst.

Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og liðsfélagar hans í spænska körfuboltaliðinu Valencia höfðu betur gegn Fuenlabrada á heimavelli í efstu deild þar í landi í gærkvöld, 88:72. Tryggvi spilaði sex mínútur og skoraði á þeim sex stig og tók fjögur fráköst.

Eftir 17 leiki er Valencia í 2. sæti deildarinnar með 24 stig, átta stigum á eftir toppliði Real Madrid. Barcelona getur jafnað Tryggva og félaga að stigum með sigri á Andorra í kvöld. Fuenlabrada er í 4. sæti deildarinnar, en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í gær.