Gamla Reykjavík Torfbær, sem stóð rétt hjá Háskóla Íslands, var einn sá síðasti sem notaður var til íbúðar í Reykjavík. Bærinn var rifinn 1999.
Gamla Reykjavík Torfbær, sem stóð rétt hjá Háskóla Íslands, var einn sá síðasti sem notaður var til íbúðar í Reykjavík. Bærinn var rifinn 1999. — Morgunblaðið/Emilía B. Björnsdóttir
„Torfhúsabærinn Reykjavík. Híbýli tómthúsamanna á 19. öldinni“ er yfirskrift fyrirlesturs Hjörleifs Stefánssonar arkitekts kl. 12.05 á morgun, þriðjudaginn 23. janúar, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

„Torfhúsabærinn Reykjavík. Híbýli tómthúsamanna á 19. öldinni“ er yfirskrift fyrirlesturs Hjörleifs Stefánssonar arkitekts kl. 12.05 á morgun, þriðjudaginn 23. janúar, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Þetta er fyrsti fyrirlestur vormisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Meira en helmingur íbúa Reykjavíkur bjó í torfbæjum fram undir aldamótin 1900. Í fyrirlestrinum gerir Hjörleifur grein fyrir heimildum um torfhúsabyggð í Reykjavík frá upphafi fram til miðrar 18. aldar og skýrir mun á húsakosti leiguliða og bænda. Einnig fjallar hann um híbýlahætti tómthúsmanna og hvernig þeir þróuðust á seinni hluta 19. aldar út torfhúsum í steinbæi.

Sýndar verða ljósmyndir og teikningar af öllum húsagerðum eftir því sem heimildir gefa tilefni til.

Hjörleifur Stefánsson hefur m.a. unnið að verkefnum sem tengjast varðveislu byggingararfs, skrifað bækur um byggingarsögu auk bókar um staðaranda Reykjavíkur og siðfræði byggingarlistar.