— Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nútímatónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefst á fimmtudag og stendur til laugardags. Að vanda verður mikið úrval viðburða í boði.
Nútímatónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefst á fimmtudag og stendur til laugardags. Að vanda verður mikið úrval viðburða í boði. Sem dæmi má nefna að Kammersveit Reykjavíkur og pólska kammersveitin Elblaska Orkiestra Kameralna leika undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar í Norðurljósum Hörpu á laugardagskvöld, glæný barnaópera eftir Hildigunni Rúnarsdóttur sem byggð er á ævintýrinu um Gilitrutt verður flutt í Iðnó á laugardag og Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur þrenna tónleika undir stjórn Daníels Bjarnasonar.