— Morgunblaðið/Eggert
Birgir Ingibergsson og Marcos, meðlimir í víkingafélaginu Víðförull, æfðu bardagalistir að hætti víkinga á Klambratúni um helgina. Þeir koma reglulega saman til æfinga og nýta hvert tækifæri sem gefst til að sveifla sverðum úti undir berum himni.
Birgir Ingibergsson og Marcos, meðlimir í víkingafélaginu Víðförull, æfðu bardagalistir að hætti víkinga á Klambratúni um helgina. Þeir koma reglulega saman til æfinga og nýta hvert tækifæri sem gefst til að sveifla sverðum úti undir berum himni. Félagið var stofnað árið 2016 í Reykjavík. Tilgangur þess er að halda á lofti þeim menningararfi sem Ísland á frá víkingaöld, frá landnámi til ársins 1000.