Hildur Björg Kjartansdóttir
Hildur Björg Kjartansdóttir — Morgunblaðið /Hari
Leganes varð að sætta sig við 61:54 tap gegn Adelantados í B-deild Spánar í körfubolta um helgina. Körfuboltakona ársins hjá KKÍ á síðasta ári, Hildur Björg Kjartansdóttir, stendur sig þó vel hjá spænska liðinu.

Leganes varð að sætta sig við 61:54 tap gegn Adelantados í B-deild Spánar í körfubolta um helgina. Körfuboltakona ársins hjá KKÍ á síðasta ári, Hildur Björg Kjartansdóttir, stendur sig þó vel hjá spænska liðinu. Var hún stigahæsti leikmaður Leganes með 13 stig á þeim 30 mínútum sem hún spilaði.

Hildur setti þrjú af sex þriggja stiga skotum sínum niður, en auk stiganna tók hún sex fráköst. Þrátt fyrir tapið er Leganes enn í 2. sæti deildarinnar með 12 sigra í 15 leikjum. Hildur lék um tíma í bandaríska háskólaboltanum en er á fyrsta ári í atvinnumennsku.