Intercontinental Hotel í Kabúl.
Intercontinental Hotel í Kabúl.
Vopnaðir vígamenn talibana gerðu árás á lúxushótel í Kabúl á laugardaginn. Frá þessu er greint á fréttavef AFP . Árásin leiddi til 12 klst. bardaga milli vígamannanna og afganskra hermanna.
Vopnaðir vígamenn talibana gerðu árás á lúxushótel í Kabúl á laugardaginn. Frá þessu er greint á fréttavef AFP . Árásin leiddi til 12 klst. bardaga milli vígamannanna og afganskra hermanna. Í bardaganum létust allir vígamennirnir en þar áður höfðu þeir myrt a.m.k. 14 erlenda gesti á hótelinu og fjóra Afgana. Hugsanlegt er að fleiri hafi látið lífið þar sem ekki er búið að rannsaka öll herbergi hótelsins. Najib Danish, talsmaður afganska innanríkisráðuneytisins, sagði stjórnvöld munu rannsaka hvernig vígamennirnir komust fram hjá öryggisgæslunni. Starfsmaður hótelsins sagði öryggisverðina hafa verið óreynda og hafa flúið þegar árásin hófst.