Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, segir Tyrki hafa látið Bandaríkjamenn vita áður en þeir hófu innrás sína í Afrin. Frá þessu er greint á fréttasíðu Reuters . „Tyrkir voru hreinskilnir,“ sagði Mattis.

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, segir Tyrki hafa látið Bandaríkjamenn vita áður en þeir hófu innrás sína í Afrin. Frá þessu er greint á fréttasíðu Reuters . „Tyrkir voru hreinskilnir,“ sagði Mattis. „Þeir vöruðu okkur við áður en þeir sendu flugvélarnar af stað og ráðfærðu sig við okkur. Við erum núna að skipuleggja hvernig við höldum áfram. Við leysum úr þessu.“

Tyrkir hafa lengi haft horn í síðu Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við YPG gegn hryðjuverkasamtökum í Sýrlandi. Mattis viðurkenndi að áhyggjur Tyrkja í öryggismálum væru ekki úr lausu lofti gripnar og benti á að Tyrkland væri eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sem þyrfti að kljást við uppreisnarmenn innan landamæra sinna. Hann lagði þó áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu ætíð gætt þess að vopnum þeirra væri ekki beitt gegn Tyrkjum.