Fjármálaráðherra í pontu Alþingis.
Fjármálaráðherra í pontu Alþingis.
Þingfundur um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin framundan hefst kl. 15 í dag. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd og velferðarnefnd funda allar fyrir hádegi.

Þingfundur um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin framundan hefst kl. 15 í dag. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd og velferðarnefnd funda allar fyrir hádegi. Auk fjármálastefnunnar, sem fjármálaráðherra mælir fyrir, fer fram óundirbúinn fyrirspurnatími á morgun.

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra verða viðstaddir. Hefst fyrirspurnatíminn klukkan 13.30. Á fimmtudaginn verður einnig óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verða viðstaddir og hefst þingfundur kl. 10.30. Þingmannamál verða tekin fyrir á miðvikudegi og fimmtudegi.