Gamalt Evrópumót.

Gamalt Evrópumót. S-Allir

Norður
K106
Á53
ÁKG8652

Vestur Austur
D8532 G
DG964 Á10532
102 K87
9 10743

Suður
Á974
K87
DG964
D

Suður spilar 6.

Evrópumót í opnum flokki var fyrst haldið í Hollandi árið 1932. Til að byrja með var mótið árlegur viðburður en breyttist í tvíæring upp úr 1960. Næsta Evrópumót verður spilað í Ostend í Belgíu í vor, hið 54. í röðinni.

Árið 1974 var keppt í Ísrael og er spil dagsins er þaðan runnið, frá leik Ítalíu og Englands. Ítalska parið sagði 6, sem unnust auðveldlega. Hinum megin enduðu Claude Rodrigue og Tony Priday í heldur verri slemmu – 6. Priday var sagnhafi og fékk út D.

Priday trompaði útspilið, fór heim á D og stakk aftur hjarta. Spilaði síðan hálaufi og henti K. En því miður – vestur átti bara eitt lauf og trompaði ódýrt. Vörnin fékk svo annan slag á K.

Það sýnist heldur betri áætlun að spila litlum tígli úr borði í öðrum slag. Þá er slemman í húsi ef austur á Kx(x), og líka ef vestur á K og tían fellur önnur.