Jón Gerald Versluninni Kosti var lokað í desember síðastliðnum.
Jón Gerald Versluninni Kosti var lokað í desember síðastliðnum. — Morgunblaðið/Golli
„Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts.

„Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Starfsmennirnir, sem telja sig eiga inni laun hjá fyrirtækinu, hafa farið fram á að fá greiddan þriggja mánaða uppsagnarfrest, en Jón Gerald hefur lýst því yfir að engar frekari launagreiðslur muni berast frá fyrirtækinu í kjölfar lokunar á versluninni.

Guðmundur segir að málið sé nú í vinnslu og hann geti því ekki fullyrt um hversu háa upphæð sé að ræða. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir heildartölunni, en starfsmennirnir eiga inni laun í þriggja mánaða uppsagnarfresti. Annaðhvort verður þetta leyst þannig að hann gefur þetta upp til skipta eða þá að við munum fara fram á fjárnám og í framhaldinu gjaldþrotaskipti ef ekkert reynist vera til,“ segir Guðmundur. aronthordur@mbl.is