Vegna fréttar í Morgunblaðinu 17. janúar sl. um erfðamengi Hans Jónatans hafði einn afkomenda hans samband og vildi leiðrétta myndatexta. Þar hafði ættbókarfærsla tveggja barnabarna Hans Jónatans víxlast.

Vegna fréttar í Morgunblaðinu 17. janúar sl. um erfðamengi Hans Jónatans hafði einn afkomenda hans samband og vildi leiðrétta myndatexta. Þar hafði ættbókarfærsla tveggja barnabarna Hans Jónatans víxlast.

Hið rétta er að Lúðvík Lúðvíksson var sonarsonur Hans og Björn Eiríksson var dóttursonur, en þetta víxlaðist í myndatextunum. Beðist er velvirðingar á þessu.

Þá vildi afkomandinn árétta að Hans Jónatan hefði verið faktor, eða umboðsmaður við verslunina á Djúpavogi, ekki kaupmaður.